Birgir starfar sem sjóðstjóri á sviði skuldabréfa- og blandaðra sjóða hjá Akta. Birgir hefur yfir 13 ára starfsreynslu á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum. Á árunum 2010-2019 starfaði Birgir sem alþjóðasérfræðingur í New York og Genf í Sviss. Þar starfaði hann fyrir vogunarsjóðina Caxton Associates og Harness, fjárfestingarbankann Jefferies og greiningarfyrirtækið Nightberg. Birgir starfaði einnig í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance. Birgir er með M.A. gráðu í hagfræði frá New York University og B.Sc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Birgir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Davíð starfar sem sérfræðingur í eignastýringu Akta. Hann starfaði áður sem viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu Arion banka. Davíð hefur lokið B.Sc gráðu í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, MM í markaðsfræði og MCF í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig hefur Davíð lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Edda Guðrún starfar sem yfirlögfræðingur og regluvörður Akta. Hún starfaði sem lögfræðingur hjá Kviku banka hf. á árunum 2012-2022, þar til hún hóf störf hjá Akta, og hjá Kaupþingi hf. (áður Kaupþing banki hf.) á árunum 2010-2012. Þá sat Edda í stjórn Akta frá 2020-2021. Edda hefur lokið BA prófi og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands, öðlast réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, og lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Fannar Örn starfar sem sjóðstjóri innlendra skuldabréfasjóða Akta og fagfjárfestasjóðsins Akta SK1. Fannar hefur starfað á innlendum fjármálamarkaði í 7 ár. Á árunum 2017-2020 starfaði hann í skuldabréfamiðlun Kviku banka. Árin 2020-2023 starfaði Fannar í eigin viðskiptum Kviku banka með áherslu á að stýra skuldabréfasafni bankans sem viðskiptavaki. Fannar er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Fannar starfar sem forstöðumaður sjóðstýringarsviðs og sem sjóðstjóri Akta Stokks og fagfjárfestasjóða hjá Akta. Fannar hefur yfir 12 ára starfsreynslu á innlendum fjármálamarkaði. Hann starfaði áður hjá Straumi fjárfestingabanka og síðar Kviku banka fram á mitt ár 2016 sem sjóðstjóri. Áður starfaði hann í greiningardeild Arion banka við fyrirtækjagreiningar frá 2009 til 2014. Fannar er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Investment Management frá Cass Business School. Þá hefur Fannar lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Oddur starfar sem sérfræðingur í hlutabréfagreiningum hjá Akta. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2023 og starfaði samhliða námi á markaðsviðskiptasviði Seðlabanka Íslands árin 2021 og 2022. Þá hefur Oddur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Stefanía Ástrós starfar sem áhættustjóri hjá Akta. Hún starfaði áður sem hönnunarverkfræðingur hjá Hönnunardeild Icelandair frá 2016 til 2019. Stefanía Ástrós hefur lokið B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði og áhættustýringu frá University of Essex. Auk þess hefur hún lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Þórhallur starfar sem sérfræðingur í eignastýringu Akta. Hann hefur yfir 17 ára starfsreynslu á innlendum fjármálamarkaði. Þóhallur starfaði sem sjóðstjóri skuldabréfasjóða Akta frá árinu 2017 til ársins 2023, þar af sem forstöðumaður sjóðastýringarsviðs frá árinu 2022. Hann starfaði hjá Gildi lífeyrissjóði sem sérfræðingur í eignastýringu frá árinu 2010 til 2016. Áður starfaði hann í greiningardeild Kaupþings, síðar Arion banka, við efnahagsgreiningu á árunum 2006 til 2010. Þórhallur er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Örn Þorsteinsson er framkvæmdastjóri og jafnframt forstöðumaður eignastýringarsviðs Akta. Hann hefur yfir 16 ára reynslu á innlendum fjármálamarkaði. Örn starfaði frá árinu 2007 til ársins 2013 fyrir fjárfestingafélagið 9.S ehf. Árið 2013 hóf hann störf hjá Straumi fjárfestingabanka, síðar Kviku banka, sem sjóðstjóri. Örn hefur lokið Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.