Eignastýring

Traust og árangursrík eignastýring og fjárfestingaráðgjöf fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki, sjóði og stofnanir. Við vinnum að því að skapa varanleg verðmæti fyrir þig.

Sjálfstæði og sérfræðiþekking gera okkur kleift að finna bestu leiðina að markmiðum þínum. Áralöng reynsla starfsfólks af stýringu sjóða og eignasafna innanlands og erlendis skilar sér í öflugri og árangursmiðaðri þjónustu.
Við vinnum náið með einstaklingum og fjölskyldum að því að móta og stýra eignasöfnum sem ætlað er að mæta síbreytilegu fjárfestingarumhverfi. Uppbygging og stýring eignasafna byggir á grunni víðtækrar reynslu, þekkingar og greiningarvinnu. Við tryggjum þér stöðugt aðgengi að sérfræðingum okkar og markvissri upplýsingagjöf um markaði og um þitt eignasafn.

Þín leið. Okkar þekking.

  • Greining á þínum markmiðum og þörfum leggur grunninn að árangursríku samstarfi.
  • Þú hefur aðgengi að fjölbreyttri flóru fjárfestingartækifæra.
  • Okkar besta mat hverju sinni á tækifærum og áhættuþáttum.
  • Ítarlegar markaðshorfur eru kynntar reglulega.

Þínir hagsmunir í fyrirrúmi.

  • Besta framkvæmd viðskipta og hagkvæm kjör í forgrunni.
  • Áhættustýring eignasafns tryggir að fjárfestingar fylgi þinni stefnu.
  • Víðtæk samskipti við alla helstu markaðsaðila opna aðgang að fjárfestingarkostum.
  • Stöðug greiningarvinna á efnahags- og rekstrarumhverfi fyrirtækja.
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir, þar sem áhersla er lögð á hagkvæmar lausnir. Samstarf okkar með lögaðilum nær aftur til 2013 með stofnun fyrstu fagfjárfestasjóða okkar. Uppbygging og stýring eigna-og lausafjársafna byggir á grunni víðtækrar reynslu, þekkingar og greiningarvinnu.  

Eignastýring

  • Mótun og stýring eignasafna á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum.
  • Áhersla á árangursmælingar og stöðugt aðgengi að sérfræðingum okkar.
  • Lausnir fyrir bæði innlendar og erlendar fjárfestingar.
  • Öflug upplýsingagjöf um markaði og markaðshorfur kynntar reglulega.

Lausafjárstýring

  • Sérsniðið lausafjársafn.
  • Rífleg umframávöxtun samanborið við innlán er okkar markmið.
  • Sérfræðingar okkar hafa framúrskarandi reynslu af og þekkingu á skuldabréfa- og lausafjármörkuðum.
  • Öguð áhættustýring og ítarleg greiningarvinna á fjárfestingarkostum.

Hafðu samband

Bókaðu fund
með sérfræðingi í eignastýringu.