15. janúar 2025
Skuldabréfasjóðirnir Akta VaxtaTækifæri, Akta Ríki og Akta Lausafjársjóður færðu fjárfestum sínum hæstu ávöxtun allra innlendra sjóða í sínum flokki á árinu 2024.* Akta VaxtaTækifæri skilaði auk þess hæstu ávöxtun allra innlendra skuldabréfasjóða fyrir almenna fjárfesta.
Innlendir skuldabréfasjóðir í rekstri Akta sem ætlaðir eru almennum fjárfestum hafa verið í rekstri félagsins í á bilinu þrjú til tíu ár. Langtímaárangur sjóðanna byggist á markvissri greiningarvinnu félagsins og agaðri áhættustýringu þar sem rík áhersla er lögð á að aðlaga fjárfestingarákvarðanir að síbreytilegum aðstæðum. Þessi nálgun hefur veitt fjárfestum stöðugan grunn til ávöxtunar í gegnum margvíslegar efnahags- og markaðsaðstæður.
Frekari upplýsingar um skuldabréfasjóði Akta má finna á heimasíðu félagsins.
Hægt er að kaupa í skuldabréfasjóðum Akta með einföldum og rafrænum hætti gegnum kaupahnappinn.
Söguleg ávöxtun innlendra skuldabréfasjóða í rekstri Akta ætluðum almennum fjárfestum
*Samkvæmt Keldan.is fyrir alla innlenda skuldabréfasjóði, ríkisskuldabréfasjóði, og skammtímasjóði ætlaða almennum fjárfestum.
**Nafnávöxtun að teknu tilliti til þóknana sjóða m.v. 31.12. hvers árs (síðasta viðskiptadaghvers árs).
Fjárfestingu í fjármálagerningum fylgir alltaf fjárhagsleg áhætta, þ.m.t. tap á höfuðstól og að ávöxtun verði ekki jákvæð, og getur Akta sjóðir hf. („Akta“) ekki borið ábyrgð á því að markmið sjóða, fjárfesta og viðskiptavina náist ekki. Athugið að ávöxtunartölur vísa til fortíðar. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Gengi sjóðanna getur sveiflast umtalsvert. Helstu áhættuþættir sem geta haft áhrif á gengi sjóðanna og virði höfuðstóls eru markaðsáhætta, skuldaráhætta, gjaldmiðlaáhætta, mótaðilaáhætta og lausafjáráhætta. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðina, þ.m.t. um áhættu og fjárfestingarheimildir. Þessar upplýsingar má finna á www.akta.is og eru fjárfestar hvattir til að kynna sér þær. Sjóðirnir sem vísað er til eru sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta skv. lögum nr. 45/2020 og verðbréfasjóður skv. lögum nr. 116/2021. Fjárfesting í sérhæfðum sjóði er áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði enda eru fjárfestingarheimildir sérhæfðra sjóða rýmri en fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða. Ávöxtun sjóðanna byggir á gengi þeirra samkvæmt vörsluaðila þeirra, Kviku banka hf. Söguleg ávöxtun byggir á ávöxtun sjóðanna eftir greiðslu allra þóknana og gjalda utan greiðslu gengismunar. Gengismunur er að hámarki 1.0%. Auglýsing þessi er aðeins til upplýsinga og byggir m.a. á upplýsingum af vefsíðunni www.keldan.is frá 31. desember 2024. Auglýsingin telst hvorki vera fjárfestingarráðgjöf né fjárfestingagreining. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér sérfræðiráðgjafar og kynna sér vel þá fjárfestingarkosti sem í boði eru. Akta er sjóðastýringarfyrirtæki sem annast rekstur og stýringu verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir hönd viðskiptavina sinna skv. lögum nr. 128/2011 og lögum nr. 45/2020. Félagið hefur hlotið starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða og rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 161/2002. Starfsleyfi félagsins nær einnig til eignastýringar, fjárfestingaráðgjafar og móttöku og miðlunar fyrirmæla varðandi fjármálagerninga skv. 1., 2. og 4. tl. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 45/2020.
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI