23. febrúar 2022
Fréttablaðið leitaði til BirgisHaraldssonar, sjóðstjóra hjá Akta sjóðum í tengslum við stýrivaxtahækkanir.
Stýrivextir hafa verið hækkaðirvíðs vegar í heiminum og eru frekari hækkanir í kortunum. Sjóðsstjóri hjá Akta segir að vextir hafi hækkað víða í mörgum nýmarkaðsríkjum og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að viðhorf til heppilegs vaxtastigs hafi breyst.
Birgir Haraldsson, sjóðsstjóri hjá Akta, segir að Ísland sé ekki sér á báti þegar kemur að vaxtahækkunum.
„Fólk er oft á tíðum að bera Ísland saman við til dæmis evrusvæðið og Bretland sem er ekki alveg réttur samanburður,“segir Birgir og bætir við að á síðastliðnu ári hafi stýrivextir í mörgum nýmarkaðsríkjumverið hækkaðir.
„Vextir hafa hækkað skarpt í Brasilíu og Tékklandi sem dæmi. Frá því í maí í fyrra þegar Seðlabanki Íslands hóf að hækka vexti aftur hafa meiri en 50 vaxtahækkanir átt sér stað víðsvegar um heiminn á móti aðeins fimm vaxtalækkunum. Umhverfið hefur þannig breyst hratt á heimsvísu. En það sem hefur verið að gerast síðastliðna mánuði er að markaðir hafa verið að verðleggja inn hraðari og hraðari stýrivaxtahækkanir hjá stærstu seðlabönkum heims, til dæmis í Bandaríkjunum.“
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að það hafi átt sér stað allhraður viðsnúningur um víða veröld í viðhorfi til heppilegs vaxtastigs, bæði hvað það eigi að verðanúna og hvað það þurfi að vera á komandi fjórðungum.
„Þetta hefur gerst frekar hratt. Verðbólgan hefur risið svo hratt um heim allan og orðið vandamál víða,“ segir Jón Bjarki og bætir við að vöxtur sé að taka við sér að sama skapi á meðallanda heims. „Vinnumarkaðurinn er orðinn miklu nær jafnvægi bæði vestan hafs og austan heldur en margir bjuggust við. Þannig að bara á örfáum mánuðum höfum við séð væntingar til vaxtaþróunar hjá helstu seðlabönkum heims breytast frá því að það gæti verið alllangt í hækkun vaxta í það að þeir eru margir ýmistbyrjaðir að hækka vexti eða búnir að gefa það skýrt til kynna að vaxtahækkunsé á næsta leiti,“ segir Jón Bjarki og nefnir að Noregsbanki sé búinn að hækkavexti í tvígang og þar eins og víðar séu líkur á töluverðum vaxtahækkunum á árinu.
„Það sama má segja um Englandsbankaen þar er vaxtahækkunarferli einnig hafið. Það er einnig þróunin í spánum ogvæntingunum að vaxtahækkunarferlið verði hraðara heldur en vænst var fyrir nokkrum vikum síðan. Við þetta má bæta að almennt er búist við því að þar verði hálfs prósentustigs hækkunarskref tekið í næsta mánuði. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt lengi vel fram að um væri að ræða skammtíma verðbólguskot en hefur nú viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér. Þannig að ljóst er að þeir munu hækka vexti á komandi misserum.“
Birgir segir jafnframt að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka vexti í mars og eitthvað fram eftir ári.
„Heilt yfir má segja að þaðverður að öllum líkindum hörð peningastefna, í orði og á borði, á heimsvísu fram á mitt sumar. Þá er ekki ólíklegt að Seðlabanki Bandaríkjanna vilji til dæmis bíða og sjá á þeim tíma hvernig landið liggur. Það er ýmislegt sem bendir til þess að árstakturinn í verðbólgunni muni fara að koma niður inn í vorið í Bandaríkjunum vegna grunnáhrifa sem gæti gefið svigrúm til að endurmetastöðuna síðar í sumar.“
Birgir bendir einnig á að sumtbendi til að það versta sé yfirstaðið í verðbólguskotinu víða erlendis. „Það er eitt og annað sem bendir til þess að þessi virðiskeðjuvandamál og framleiðsluvandamál sem hafa verið séu að hverfa á braut. Það þarf að fylgjast vel með því næstu mánuði.“
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI