7. júlí 2022
Viðskiptablaðið leitaði til Davíðs Stefánssonar sjóðstjóra hjá Akta sjóðum í tengslum við umfjöllun sína um skuldabréfamarkaði.
Hærra verðbólguálag á Íslandi
Munur á ávöxtunarkröfu verðtryggðra bandarískra og íslenskra ríkisskuldabréfa hefur dregist verulega saman undanfarið og mælst í sögulegu lágmarki. Segja má að nær ekkert áhættuálag sé því á íslenskum bréfum miðað við þau bandarísku þrátt fyrir smæð markaðarins, minni seljanleika og sveiflukenndara hagkerfi.
Davíð Stefánsson, sjóðstjóri hjá Akta, tekur undir þá fullyrðingu að lítill vaxtamunur á milli Íslands og Bandaríkjanna sé óvenjulegur. „Þrátt fyrir að verðbólgan sem slík sé keimlík á milli landanna er verðbólguálagið mun lægra í Bandaríkjunum. Bandaríski skuldabréfamarkaðurinn býst mun frekar við því að þessi verðbólgukúfur gangi hratt yfir og að verðbólgan verði í kjölfarið nær því sem hún er að jafnaði úti. Hér heima má segja að markaðurinn geri ráð fyrir að verðbólgan verði hærri lengur,“ segir Davíð.
Þar spili fyrst og fremst inn í kjarasamningar í haust þar sem búist er við umtalsverðum launahækkunum ofan á þær launahækkanir sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Að auki séu hagvaxtarhorfur á Íslandi betri en erlendis og því gæti þróttur hagkerfisins gagnvart vaxtahækkunum verið meiri, auk þess sem hluti verðbólgunnar er fluttur inn erlendis frá. „Sú staðreynd að hagvaxtarhorfur eru talsvert betri en erlendis gerir það hugsanlega að verkum að verðbólguálag er mun hærra á Íslandi en í Bandaríkjunum,“ segir Davíð.
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI