24. júní 2020
Markaðurinn, viðskiptarit Fréttablaðsins, leitaði til Akta um álit á breyttum aðstæðum á íslenskum fjármálamarkaði í kjölfar skarpra stýrivaxtalækkana Seðlabanka Íslands á þessu ári. Rætt var við Birgi Haraldsson, sérfræðing á sviði blandaðra sjóða hjá Akta, um þá endurskipulagningu eignasafna sem mun óhjákvæmilega eiga sér stað á komandi misserum. Sem stendur er meirihluti fjáreignar íslenskra heimila bundin í vaxtatengdum eignum líkt og innlánum sem skila nú neikvæðri raunávöxtun. Nýja eignasafnið mun þannig að öllum líkindum verða bæði blandaðra og alþjóðlegra þegar fram líða stundir, en telja má að þörf sé á aukinni áhættutöku til að auka vænta ávöxtun.
https://www.frettabladid.is/markadurinn/gridarmikid-fe-gaeti-leitad-avoxtunar/
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI