8. september 2021
Í dag eru fjögur ár liðin frá stofnun fjárfestingarsjóðsins Akta Alviðru. Alviðra er blandaður sjóður í rekstri Akta sjóða hf. sem fjárfestir á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum á Íslandi og erlendis. Rík áhersla er lögð á erlenda markaði í hlutabréfasafni sjóðsins. Sjóðstjórar eru Davíð Stefánsson og Birgir Haraldsson.
Nokkrum sinnum á starfstíma Alviðru hafa sveiflur á mörkuðum verið miklar í sögulegu samhengi þar sem hlutabréf og aðrar áhættumeiri eignir hafa lækkað skarpt frá einum tímapunkti til annars. Í slíku umhverfi hefur reynt á gæði áhættustýringar og þess jafnvægis að sækja ávöxtun en jafnframt tryggja að höfuðstóll sveiflist ekki óhóflega. Við teljum að árangur sjóðsins í gegnum slíkar aðstæður byggist á viðamikilli starfsreynslu sjóðstjóra á bæði innlendum og erlendum fjármálamörkuðum ásamt þeim mikla hreyfanleika sem einkennir stýringu sjóðsins. Öguð áhættustýring mun nú sem áður einkenna sjóðinn með það að markmiði að ná viðunandi ávöxtun að teknu tilliti til áhættu og jafnframt reyna að vernda höfuðstól fyrir lækkunum sem gætu átt sér stað.
Hægt er að kynna sér ávöxtun sjóðsins á heimasíðu Akta og gera samanburð á www.keldan.is.
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI