10. júlí 2020
Akta hefur stofnað skuldabréfasjóðinn Akta VaxtaVeröld sem hóf starfsemi þann 26. júní síðastliðinn. Akta VaxtaVeröld fjárfestir í innlendum og erlendum skuldabréfum og beitir virkri gjaldeyrisstýringu í fjárfestingarstefnu sinni.
Við stýringu sjóðsins er lögð rík áhersla á fjárfestingar í skráðum og seljanlegum eignum. Markmið sjóðsins er að ná umframávöxtun með stýringu á vægi áhættumeiri og tryggari skuldabréfa annars vegar og stýringu gjaldeyrisáhættu hins vegar. Akta VaxtaVeröld hefur víðtækar fjárfestingarheimildir og er vægi erlendra eigna almennt á bilinu 40-70%. Sjóðurinn hefur einnig heimild til að binda allt að 100% af eignum sjóðsins í bandarískum ríkisskuldabréfum.
Fjárfestingateymi sjóðsins skipa Birgir Haraldsson, Davíð Stefánsson og Þórhallur Ásbjörnsson. Teymið býr yfir mikilli þekkingu og umfangsmikilli reynslu af skuldabréfamarkaði, sjóðastýringu og innlendum og alþjóðlegum fjárfestingum.
Nánari upplýsingar um Akta VaxtaVeröld má finna hér, en sjóðurinn er fjárfestingarsjóður og opinn bæði almennum og fagfjárfestum.
Nánari upplýsingar veita Örn Þorsteinsson (orn@akta.is) og Birgir Haraldsson (birgir@akta.is).
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI