28. mars 2022
Akta Alviðra, blandaður sjóður í stýringu Akta, var nýlega tilnefndur til hinna virtu EuroHedge sjóðastýringarverðlauna í flokki nýliða og smærri sjóða sem fjárfesta á grundvelli alþjóðlegrar efnahagsgreiningar (e. macro). Tilkynnt var um sigurvegara í þessum flokki þann 17. mars síðastliðinn en tilnefningar til verðlaunanna voru byggðar á hlutlægu mati EuroHedge á frammistöðu sjóða í að skila framúrskarandi, jákvæðri ávöxtun til sjóðsfélaga samhliða hóflegum sveiflum í ávöxtun.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Akta er tilnefnt til alþjóðlegra sjóðastýringarverðlauna en þess má geta að mörg af fremstu sjóðastýringarfélögum heims hafa verið tilnefnd til EuroHedge verðlaunanna í gegnum árin.
Akta Alviðra er í dag á sínu fimmta starfsári og er sjóðurinn opinn einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum. Sjóðurinn beitir virkri stýringu og fjárfestir bæði í hlutabréfum og skuldabréfum. Hlutabréfasafn Alviðru er að jafnaði að öllu leyti erlent og er það markmið sjóðsins að skila jákvæðri ávöxtun yfir hvert heilt ár óháð aðstæðum á mörkuðum. Sjóðstjórar eru Davíð Stefánsson og Birgir Haraldsson sem búa yfir umfangsmikilli erlendri starfsreynslu ásamt sérfræðiþekkingu í stýringu eignasafna og alþjóðlegum efnahags- og fyrirtækjagreiningum.
https://withintelligenceawards.evessiocloud.com/eurohedgeawards2021/en/page/nominations
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI