9. desember 2020
Á dögunum fengu Akta sjóðir hf. starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Í leyfinu felst að félaginu er heimilt að reka sérhæfða sjóði skv. 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Félagið hefur einnig starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Akta rekur nú 10 sjóði sem falla undir gildissvið laganna. Það eru fjárfestingarsjóðirnir Akta Alviðra, Akta Atlas, Akta Stokkur, Akta VaxtaTækifæri og Akta VaxtaVeröld. Þá rekur félagið einnig sérhæfða sjóði sem eingöngu eru markaðssettir fagfjárfestum. Til viðbótar er verðbréfasjóðurinn Akta Ríki.
Allar nánari upplýsingar um sjóði í stýringu hjá AKTA má nálgast á heimasíðu félagsins www.akta.is/sjodir, á netfanginu sjodir@akta.is eða í síma 585-6800.
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI