11. apríl 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Akta sjóðum aukið starfsleyfi til að stunda eignastýringu, fjárfestingar-ráðgjöf og móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga skv. 1., 2., og 4. tölul.3. mgr. 9. gr. laga nr. 45/2020.
Félagið hefur þegar hlotið starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020 og sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði.
Fyrir starfsemi Akta sjóða á sviði eignastýringar fer Örn Þorsteinsson en hann er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. Örn hefur víðtæka reynslu af íslenskum fjármálamarkaði og hefur starfað hjá Akta allt frá stofnun félagsins árið 2013. Með Erni á eignastýringarsviði starfa Helena Kristín Brynjólfsdóttir og Sigurður Kristján Sigurðsson. Þá verður Þórhallur Ásbjörnsson forstöðumaður sjóðastýringar.
„Eignastýring, ráðgjöf og móttaka og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga er mikilvæg viðbót við sjóðastarfsemi Akta. Við munum áfram leggja megináherslu á að bjóða upp á gott úrval framúrskarandi sjóða en með þessum auknu starfsheimildum eykst geta félagsins til að veita sjóðsfélögum þjónustu“ segir Örn.
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI