16. september 2022
Akta hefur stofnað fjárfestingarsjóðinn Akta Lausafjársjóð hs. og hefur hann hafið starfsemi. Akta Lausafjársjóður fjárfestir í dreifðu safni innlána, víxla og skuldabréfa með áherslu á góðan seljanleika. Við stýringu sjóðsins er leitast við að takmarka vaxtaáhættu og er áætlaður hámarks meðallíftími sjóðsins 2 ár. Markmið sjóðsins er að skila jafnri ávöxtun á skammtímavaxtamarkaði.
Fjárfestingateymi sjóðsins skipa Þórhallur Ásbjörnsson, sjóðstjóri sjóðsins, og Birgir Haraldsson. Teymið býr yfir mikilli þekkingu og umfangsmikilli reynslu af skuldabréfamarkaði og sjóðastýringu.
Nánari upplýsingar um Akta Lausafjársjóð má finna hér. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður og opinn bæði almennum fjárfestum sem og fagfjárfestum.
Nánari upplýsingar veita og Þórhallur Ásbjörnsson (thorhallur@akta.is) sjóðstjóri og Örn Þorsteinsson (orn@akta.is) framkvæmdastjóri Akta sjóða.
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI