9. október 2020
Akta hefur stofnað blandaða fjárfestingarsjóðinn Akta Atlas sem hóf starfsemi þann 2. september síðastliðinn. Akta Atlas fjárfestir m.a. í innlendum og erlendum hlutabréfum, skuldabréfum, afleiðum og beitir virkri gjaldeyrisstýringu í fjárfestingarstefnu sinni.
Við stýringu sjóðsins er lögð rík áhersla á fjárfestingar í skráðum og seljanlegum eignum. Stýring sjóðsins byggir á þremur lykilþáttum: (a) fjárfestingar í stökum hlutabréfum með umtalsverða vaxtarmöguleika, (b) tækifærisdrifnar fjárfestingar (bæði með gnótt- eða skortstöðu) þvert á alla eignaflokka (s.s. ríkisskuldabréf, áhættumeiri skuldabréf, hlutabréfavísitölur, góðmálmar (óbeint) og fleira) og (c) gjaldeyrisstýring.
Markmið sjóðsins er að ná umframávöxtun með stýringu á ofangreindum þáttum. Sjóðurinn hefur heimild til skortsölu og varna gegn lækkunum á mörkuðum í gegnum afleiðuheimildir. Akta Atlas hefur víðtækar fjárfestingarheimildir og er vægi erlendra eigna almennt um eða yfir 80%. Áhættuþol sjóðsins er hátt og sveiflur kunna því að verða umtalsverðar. Sjóðurinn hentar því fjárfestum sem vilja fjárfesta til langs tíma og þola miklar sveiflur.
Fjárfestingateymi sjóðsins skipa Davíð Stefánsson, Fannar Jónsson og Birgir Haraldsson. Teymið býr yfir mikilli þekkingu og umfangsmikilli reynslu af stýringu hluta- og skuldabréfa, sjóðastýringu og innlendum og alþjóðlegum fjárfestingum.
Nánari upplýsingar um Akta Atlas má finna hér, en sjóðurinn er fjárfestingarsjóður og opinn bæði almennum og fagfjárfestum.
Nánari upplýsingar veita Örn Þorsteinsson (orn@akta.is) og Davíð Stefánsson (david@akta.is).
Akta sjóðir hf.
Borgartún 25, 8. hæð
105 Reykjavík
Kt: 430713-0940
Nafnlaus ábending
Vefur Akta notar vafrakökur til að safna upplýsingum um umferð á vefnum til að bæta upplifun notenda og vegna auglýsingabirtinga. „Nánar um vafrakökur“.
Í LAGI